Auðvitað, við þekkjum stöðuna þeirra muuuuun betur en þau /s
True-Review-3996 on
Vegna þess við eigum ekki að segja Venesúelabúum hvernig þeim á að líða eða hvað þeim á að finnast. Við þekkjum ekki aðstæður nógu vel þarna eða hvað hefur gengið á. Það versta sem við gerum er að tala yfir þá og þykjast þekkja ástandið betur og vita betur. Og tala yfir þeirra raddir.
Instagram hjá mér er fullt af folki sem hefur litla þekkingu á ástandinu að tjá sig eins og það viti allt og geti sagt oðrum fyrir. Ég þurfti að skrolla til að finna fólk frá Venesúela sem tjáði sig og breyta algoritmanum og lærði talsvert á því. Lifð reynsla skiptir máli, ekki fína gráðan.
Ekki alveg eins en Íslendingar verða alltaf pirraðir ef Danir telja sig vita meira um hvernig var fyrir Ísland að vera undir Danmörku en Íslendingar. Afhverju ættum við þá að vita meira rn fólk frá Venesúela um hvernig er að bua undir harðstjórn.
Loki_123 on
Geta báðar hliðar ekki verið réttar ?
Það er frábært fyrir Venesúela að Maduro sé farinn.
Það er hræðinlegt fyrir alþjóðasamfélagið að alþjóðalögum sé og hafi ekki verið fylgt. Það ýtir undir spurninguna hvert Bandaríkin snúi sér næst.
11MHz on
Vinstrið að verja vinstrið.
Að þau standi með einræðisherra sem hefur staðið fyrir morðum á tugum þúsunda saklausra óbreyttra borgara kemur manni ekki á óvart.
prumpusniffari on
Ég skil það vel að Veneúselabúar upplifi verðskuldaða þórðargleði við að Maduro sé rænt.
Ég held samt að það sé það eina sem þau fá út úr þessu. Þórðargleði. Ástandið í Venesúela er ekki að fara að batna við að forsetanum sé rænt í skjóli nætur. Maduro er einn maður. Hann ber ekki persónulega ábyrgð á öllu sem illa hefur farið í Venesúela. Sami flokkur er við völd, og sama fólkið er við völd (nema Maduro).
Ef eitthvað er er ástandið að fara að versna. Ég get ekki nefnt eitt einasta dæmi um land þar sem lífsskilyrði hafa batnað við að Bandaríkin geri loftárásir.
Og algerlega burtséð frá því hvaða áhrif þetta mun hafa á Venesúela, þá er það að Bandaríkin hegði sér svona eru geigvænlegar fréttir fyrir okkur hin sem erum innan áhrifasvæðis þeirra.
Frikki79 on
Maður getur verið nokkuð sáttur með að Maduro sé ekki lengur forseti og á sama tíma verið órólegur með framhaldið.
Ég hef smá tengingu við fólk sem flúði Venesúela og samgleðst með þeim en á sama tíma þá man ég gleðina hjá Írökum 2003 og hörmungarnar sem fylgdu.
Vonandi gengur þetta vel.
APessimisticCow on
Írakar voru líka mjög ánægðir þegar Saddam var loksins tekinn. Það fór ekki vel. Mögulega er þetta frábært fyrir Venesúela en það breytir því ekki að fullvalda ríki réðst inn í fullvalda ríki og gerði það sem það vildi og ætlaði sér.
Hver ákveður hvar línan liggur? Grænland/Mexico næst? Svo Ísland?
Það er alltaf hættulegt þegar alþjóðalög eru ekki virt -> Hvað kemur næst?
StefanOrvarSigmundss on
Ég bjó í Síle þegar Venesúelabúa tók að streyma þangað. Margir höfðu sögur af pyntingum og mannhvörfum. Ég get skilið þeirra andúð á Maduro en árétta samt að allt það sem Bandaríkin geta gert í Venesúela geta þau gert hér og annars staðar.
Vikivaki on
Til hamingju Venúsuelska þjóð með nýja “frelsið”
Embarrassed_Tear888 on
Ég man Írak.
allsbernafnmedrettu on
Áhugaverð leið til að ramma innrás appelsínugula fasista.
Johnny_bubblegum on
Þú þarft að vera sérstök tegund af fávita til þess að fara að rífast við fólk með beina tengingu við atburðina í Venesúela sem eru að gerast í beinni, hvað þá að ætla að siða þau til og kenna þeim sögu.
Þetta fólk þekkir fólk eða sjálft varð fyrir skaða af hendi Maduro, fólk var pyntað og myrt… auðvitað eru þau glöð í dag og fagna, auðvitað er þeim sama um heimsskipulag og hvernig land haga sér því ekki hjálpaði það þeim í 20 ár. Þetta er eins mennskt viðbragð fórnarlambs og það gerist.
Mikið er gott að hafa þessa tegund af fávita sem formann stéttarfélags.
EgNotaEkkiReddit on
Þekki fólk þaðan. Almenna tilfinningin virðist vera að þau eru ánægð með að núverandi stjórn sé að falla og vilja halda í vonina að framtíðin verði björt, en eru samt verulega áhyggjufull. Þetta er flókið og erfitt ástand, og ég er ekki nægilega mikill fáviti til þess að þykjast geta tjáð mig um veruleika sem er svo algerlega fjarlægur mínum eigin.
Icelandicparkourguy on
Vá hvað það er harkalegt að lesa yfir þetta. Fordæmið sem handtakan setur er ekki hugguleg, en að standa í því að rífast við brottflutta Venesúelabúa á Íslandi um hvort þeim sé fögnuður af…. talandi um að sjá ekki bjálkann í eigin auga.
14 Comments
Auðvitað, við þekkjum stöðuna þeirra muuuuun betur en þau /s
Vegna þess við eigum ekki að segja Venesúelabúum hvernig þeim á að líða eða hvað þeim á að finnast. Við þekkjum ekki aðstæður nógu vel þarna eða hvað hefur gengið á. Það versta sem við gerum er að tala yfir þá og þykjast þekkja ástandið betur og vita betur. Og tala yfir þeirra raddir.
Instagram hjá mér er fullt af folki sem hefur litla þekkingu á ástandinu að tjá sig eins og það viti allt og geti sagt oðrum fyrir. Ég þurfti að skrolla til að finna fólk frá Venesúela sem tjáði sig og breyta algoritmanum og lærði talsvert á því. Lifð reynsla skiptir máli, ekki fína gráðan.
Ekki alveg eins en Íslendingar verða alltaf pirraðir ef Danir telja sig vita meira um hvernig var fyrir Ísland að vera undir Danmörku en Íslendingar. Afhverju ættum við þá að vita meira rn fólk frá Venesúela um hvernig er að bua undir harðstjórn.
Geta báðar hliðar ekki verið réttar ?
Það er frábært fyrir Venesúela að Maduro sé farinn.
Það er hræðinlegt fyrir alþjóðasamfélagið að alþjóðalögum sé og hafi ekki verið fylgt. Það ýtir undir spurninguna hvert Bandaríkin snúi sér næst.
Vinstrið að verja vinstrið.
Að þau standi með einræðisherra sem hefur staðið fyrir morðum á tugum þúsunda saklausra óbreyttra borgara kemur manni ekki á óvart.
Ég skil það vel að Veneúselabúar upplifi verðskuldaða þórðargleði við að Maduro sé rænt.
Ég held samt að það sé það eina sem þau fá út úr þessu. Þórðargleði. Ástandið í Venesúela er ekki að fara að batna við að forsetanum sé rænt í skjóli nætur. Maduro er einn maður. Hann ber ekki persónulega ábyrgð á öllu sem illa hefur farið í Venesúela. Sami flokkur er við völd, og sama fólkið er við völd (nema Maduro).
Ef eitthvað er er ástandið að fara að versna. Ég get ekki nefnt eitt einasta dæmi um land þar sem lífsskilyrði hafa batnað við að Bandaríkin geri loftárásir.
Og algerlega burtséð frá því hvaða áhrif þetta mun hafa á Venesúela, þá er það að Bandaríkin hegði sér svona eru geigvænlegar fréttir fyrir okkur hin sem erum innan áhrifasvæðis þeirra.
Maður getur verið nokkuð sáttur með að Maduro sé ekki lengur forseti og á sama tíma verið órólegur með framhaldið.
Ég hef smá tengingu við fólk sem flúði Venesúela og samgleðst með þeim en á sama tíma þá man ég gleðina hjá Írökum 2003 og hörmungarnar sem fylgdu.
Vonandi gengur þetta vel.
Írakar voru líka mjög ánægðir þegar Saddam var loksins tekinn. Það fór ekki vel. Mögulega er þetta frábært fyrir Venesúela en það breytir því ekki að fullvalda ríki réðst inn í fullvalda ríki og gerði það sem það vildi og ætlaði sér.
Hver ákveður hvar línan liggur? Grænland/Mexico næst? Svo Ísland?
Það er alltaf hættulegt þegar alþjóðalög eru ekki virt -> Hvað kemur næst?
Ég bjó í Síle þegar Venesúelabúa tók að streyma þangað. Margir höfðu sögur af pyntingum og mannhvörfum. Ég get skilið þeirra andúð á Maduro en árétta samt að allt það sem Bandaríkin geta gert í Venesúela geta þau gert hér og annars staðar.
Til hamingju Venúsuelska þjóð með nýja “frelsið”
Ég man Írak.
Áhugaverð leið til að ramma innrás appelsínugula fasista.
Þú þarft að vera sérstök tegund af fávita til þess að fara að rífast við fólk með beina tengingu við atburðina í Venesúela sem eru að gerast í beinni, hvað þá að ætla að siða þau til og kenna þeim sögu.
Þetta fólk þekkir fólk eða sjálft varð fyrir skaða af hendi Maduro, fólk var pyntað og myrt… auðvitað eru þau glöð í dag og fagna, auðvitað er þeim sama um heimsskipulag og hvernig land haga sér því ekki hjálpaði það þeim í 20 ár. Þetta er eins mennskt viðbragð fórnarlambs og það gerist.
Mikið er gott að hafa þessa tegund af fávita sem formann stéttarfélags.
Þekki fólk þaðan. Almenna tilfinningin virðist vera að þau eru ánægð með að núverandi stjórn sé að falla og vilja halda í vonina að framtíðin verði björt, en eru samt verulega áhyggjufull. Þetta er flókið og erfitt ástand, og ég er ekki nægilega mikill fáviti til þess að þykjast geta tjáð mig um veruleika sem er svo algerlega fjarlægur mínum eigin.
Vá hvað það er harkalegt að lesa yfir þetta. Fordæmið sem handtakan setur er ekki hugguleg, en að standa í því að rífast við brottflutta Venesúelabúa á Íslandi um hvort þeim sé fögnuður af…. talandi um að sjá ekki bjálkann í eigin auga.