> Inga vildi ekki segja til um hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ríkisstjórn. „Ég held að Guðmundur Ingi sé að ná sér vel. Hann náttúrlega gekk í gegnum stóra opna hjartaaðgerð en hún gekk bara mjög vel þannig að Gummi er held ég bara hress miðað við aðstæður.”
>
> Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur til greina að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, komi inn í ríkisstjórnina í stað Guðmundar Inga. Hann yrði félags- og húsnæðismálaráðherra og Inga yrði mennta- og barnamálaráðherra. Sjálf útilokar Inga ekki að hún fari yfir í annað ráðuneyti. „Það eru allir möguleikar opnir hérna hjá okkur. Við ætlum bara að reyna að koma því þannig fyrir að við gerum sem mest gagn fyrir samfélagið okkar.”
1 Comment
> Inga vildi ekki segja til um hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ríkisstjórn. „Ég held að Guðmundur Ingi sé að ná sér vel. Hann náttúrlega gekk í gegnum stóra opna hjartaaðgerð en hún gekk bara mjög vel þannig að Gummi er held ég bara hress miðað við aðstæður.”
>
> Samkvæmt heimildum fréttastofu kemur til greina að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, komi inn í ríkisstjórnina í stað Guðmundar Inga. Hann yrði félags- og húsnæðismálaráðherra og Inga yrði mennta- og barnamálaráðherra. Sjálf útilokar Inga ekki að hún fari yfir í annað ráðuneyti. „Það eru allir möguleikar opnir hérna hjá okkur. Við ætlum bara að reyna að koma því þannig fyrir að við gerum sem mest gagn fyrir samfélagið okkar.”