The joke continues.
"Eva Bergþóra says that in such conversations the employee is informed about the extent of the absences and examines whether the workplace can do anything."

https://www.visir.is/g/20262826925d/vidveru-stjorn-er-hluti-af-ser-fraedithekkingu-mann-auds-folks

Posted by stigurstarym

5 Comments

  1. Endurtek það sem ég sagði í fyrri þræði:

    Ég veit um dæmi þar sem manneskja kláraði allan veikindarétt sinn því að þegar hún kom úr fæðingarorlofi lenti hún í veikindum og vann því ekki fullt starf.

    Reykjavíkurborg getur ekki/vill ekki skrá bara hálfan dag í vinnu og tekur því til þess ráðs að skrá hana veika 2 daga í viku. Nema hún má ekki velja hvaða dagar eru skráðir, því hún ræður ekki hvenær hún er veik sjáðu til. En Reykjavíkurborg má velja dagana og ráða hvenær hún er veik og skráir hana í veikindi á mánudögum og föstudögum. Ef manneskja er skráð í veikindi á föstudag og mánudag þá er hún líka skráð í veikindi á laugardegi og sunnudegi, þótt hún vinni aldrei þessa daga.

    Þetta þýddi að borgin skráði hana í 4 veikindadaga af 5 daga vinnuviku þrátt fyrir hún mætti til vinnu 5 daga vikunar og vann hálfan dag.

  2. Johnny_bubblegum on

    Það er gott að eins og er getur miðflokkurinn bara híað á allt og alla. Híað á ástandið híað á tilraunir til að laga ástandið híað á ímyndað ástand og þar eftir götum.

    Ef hinn ízlenski MAGA flokkur kemst til valda hins vegar erum við í slæmum málum.

  3. foreverbored18 on

    Áhugavert að lið eins og Snorri og Viðskiptaráð erum aldrei að leita eftir lausnum sem tengjast hag launþega. Það á ekkert að skoða hvað liggur á bakvið þetta, heldur er lausnin að minnka réttindi launþega. Réttindi sem þurfti að berjast fyrir og geta auðveldlega horfið ef við pössum okkur ekki.

    Ekki falla fyrir áróðri sem enda í skerðingu réttinda.

  4. > „Sérfræðingurinn vinnur með almennum stjórnendum (til dæmis leikskólastjóra eða forstöðumanni íbúðakjarna) að því að framfylgja viðverustefnu borgarinnar, er þeim til stuðnings og ráðgjafar.

    Þvílíka andskotans vitleysan. Batterí borgarinnar, leikskólar, Sorpa og eitthvað þannig dæmi er stútfullt af einhverju svona kjaftæðis skrifstofu fólki og það mætti örugglega fækka þeim um allavega helming hjá fyrirtækjum borgarinnar og starfsemin myndi ekki finna fyrir því og það væri eins og enginn hefði farið af því að þetta fólk er algjörlega gagnsslaust og tilgangslaust.

    Finnst að borgin ætti frekar að auglýsa eftir sérfræðing í afköstum sem fylgist með afkastagetu hjá þessu skrifstofufólki.

  5. > „Þegar allir eru hættir að mæta í vinnuna er það eina í stöðunni auðvitað að ráða nýjan starfsmann, nánar tiltekið sérfræðing. Fyrsta verk starfsmannsins er að kanna hvers vegna allir hinir eru hættir að mæta. Ef nýi starfsmaðurinn hættir líka að mæta þarf einfaldlega að auglýsa stöðu sérfræðings í viðverustjórn viðverustjórnarsérfræðingsins. Þetta er sjálfbært ferli og má endurtaka þar til vandinn er leystur,“

    Sama hvað manni finnst um hann Snorra þá er þetta ansi fyndið hjá honum.