>Einstaklingur hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2023 stofnað lífi og heilsu barns í hættu með því að skilja eftir hlaupbangsa með kannabis sem barnið komst í. Barnið var flutt með forgangsakstri sjúkrabifreiðar á Landspítalann og lagt inn á gjörgæslu með eitrun.
>
>Í nafnhreinsaðri ákæru sem DV hefur undir höndum er viðkomandi ákærður fyrir brot gegn 4. mgr. 220 gr. almennra hegningarlaga og 98. gr. barnaverndarlaga:
>
>>Hættubrot og brot gegn barnaverndarlögum, með því að stofna á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu drengsins A, kt. [ ], í augljósan háska og vanrækja umönnun hans þannig að lífi hans og heilsu hans var hætta búin, laugardaginn [ ], með því að hafa að [ ], skilið eftir hlaupabangsa sem innihélt kannabis (THC gúmmibangsa) sem drengurinn komst í og innbyrti tvo til þrjá þeirra, með þeim afleiðingum aðhann missti meðvitund og hlaut eitrun og var síðan fluttur með forgangi í sjúkrabifreið frá [ ] á Landspítalann, þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu vegna alvarlegrar meðvitundarskerðingar en hann svaraði einungis verulega sársaukafullu áreiti og var með merki eitrunar en þvagsýni hans gaf til kynna að hann væri undir áhrifum kannabis.
Icelander2000TM on
Ekki í lagi. Ekkert öðruvísi en að skilja eftir nikótínpúða á glámbekk.
rockingthehouse on
Ímyndið ykkur ef þetta væri löglega selt af ríkinu með viðeigandi viðvörunum og leiðbeiningum um hvernig skal geyma efnið (“þar sem börn hvorki ná né sjá”). Það á að koma fram við þetta eins og lyfseðilskylt lyf, eins og er gert í flestum siðmenntuðum löndum.
Í staðinn er þetta bara ólöglega selt til hvaða fábjána sem er sem gera sér ekki grein fyrir því að það á að fela svona frá börnum, ekki myndiru rétta barninu þínu breezer og kalla það djús. Og allur gróðurinn frá þessum fábjánum gæti verið að borga fyrir stækkun á heilbrigðiskerfinu okkar eða borgarlínuna en í staðinn fer þetta í einhver glæpagengi sem er slétt sama um kúnnana sína. Svo steikt
3 Comments
>Einstaklingur hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot, fíkniefnalagabrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa árið 2023 stofnað lífi og heilsu barns í hættu með því að skilja eftir hlaupbangsa með kannabis sem barnið komst í. Barnið var flutt með forgangsakstri sjúkrabifreiðar á Landspítalann og lagt inn á gjörgæslu með eitrun.
>
>Í nafnhreinsaðri ákæru sem DV hefur undir höndum er viðkomandi ákærður fyrir brot gegn 4. mgr. 220 gr. almennra hegningarlaga og 98. gr. barnaverndarlaga:
>
>>Hættubrot og brot gegn barnaverndarlögum, með því að stofna á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu drengsins A, kt. [ ], í augljósan háska og vanrækja umönnun hans þannig að lífi hans og heilsu hans var hætta búin, laugardaginn [ ], með því að hafa að [ ], skilið eftir hlaupabangsa sem innihélt kannabis (THC gúmmibangsa) sem drengurinn komst í og innbyrti tvo til þrjá þeirra, með þeim afleiðingum aðhann missti meðvitund og hlaut eitrun og var síðan fluttur með forgangi í sjúkrabifreið frá [ ] á Landspítalann, þar sem hann var lagður inn á gjörgæslu vegna alvarlegrar meðvitundarskerðingar en hann svaraði einungis verulega sársaukafullu áreiti og var með merki eitrunar en þvagsýni hans gaf til kynna að hann væri undir áhrifum kannabis.
Ekki í lagi. Ekkert öðruvísi en að skilja eftir nikótínpúða á glámbekk.
Ímyndið ykkur ef þetta væri löglega selt af ríkinu með viðeigandi viðvörunum og leiðbeiningum um hvernig skal geyma efnið (“þar sem börn hvorki ná né sjá”). Það á að koma fram við þetta eins og lyfseðilskylt lyf, eins og er gert í flestum siðmenntuðum löndum.
Í staðinn er þetta bara ólöglega selt til hvaða fábjána sem er sem gera sér ekki grein fyrir því að það á að fela svona frá börnum, ekki myndiru rétta barninu þínu breezer og kalla það djús. Og allur gróðurinn frá þessum fábjánum gæti verið að borga fyrir stækkun á heilbrigðiskerfinu okkar eða borgarlínuna en í staðinn fer þetta í einhver glæpagengi sem er slétt sama um kúnnana sína. Svo steikt